Yfirlýsing frá starfsfólki Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu

13. nóvember 2023

Við undirrituð, starfsfólk við Háskóla Íslands, lýsum yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði. Með þessari stuðningsyfirlýsingu bregðumst við ákalli* frá Birzeit háskólanum í Palestínu um viðbrögð alþjóðlega háskólasamfélagsins við þeim þjóðernishreinsununum sem nú eiga sér stað.  

Við neitum að standa hljóð hjá á meðan ísraelsk stjórnvöld fremja þjóðarmorð á Palestínu og tökum ákallinu frá starfsfólki Birzeit háskólans um að uppfylla akademíska skyldu okkar um að afhjúpa óréttlæti með því að leita ávallt sannleikans, halda fjarlægð frá ríkisstyrktum áróðri og að gera þá sem standa fyrir þjóðarmorði, sem og þá sem það styðja, ábyrga fyrir gjörðum sínum.  

Með þessari yfirlýsingu göngum við til liðs við akademískar stofnanir um allan heim sem styður frelsisbaráttu Palestínu, fordæmir þjóðarmorð og lítur ekki undan á meðan ísraelsk stjórnvöld  slátra þúsundum almennra borgara fyrir allra augum.  


Við syrgjum alla almenna borgara sem hafa verið drepnir. Okkur hryllir við þeim ítrekuðu fjöldamorðum og stríðsglæpum sem hafa átt sér stað á Gaza síðustu vikur og hafa haft skelfilegar afleiðingar á líf almennra borgara. Við verðum nú vitni að skipulögðum þjóðernishreinsunum og stigvaxandi þjóðarmorði ísraelskra hersins á Gaza. Á sama tíma hefur ofbeldi í garð Palestínufólks á Vesturbakkanum, jafnt af hálfu ísraelska hersins sem og landtökufólki, vaxið til muna á síðustu dögum og vikum. 

Við tökum undir með aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar hann segir að rót ofbeldisins sé samfellt og sívaxandi ólöglegt hernám ísraelskra stjórnvalda á palestínsku landi. Ofbeldi landtöku- og nýlenduveldis Ísraels í 75 ár er vel skjalfest og flokkast undir stríðsglæpi samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Það sama á við um aðskilnaðarstefnu (apartheid) Ísraelsríkis (sjá einnig hér) sem brýtur gegn Genfarsáttmálanum og alþjóðlegum mannúðarlögum. 

Ólöglegt hernám, landrán ísraelskra stjórnvalda og glæpir þeirra gegn mannkyni hafa verið studdir af vestrænum leiðtogum, hinu vestræna alþjóðasamfélagi sem og alþjóða- og fjármálastofnunum þess, og nú sjáum við þessa valdhafa koma markvisst í veg fyrir vopnahlé á Gaza. Á sama tíma sjáum við vestrænt alþjóðasamfélag halda áfram að endurskapa og halda uppi ríkjandi orðræðu sem afmennskuvæðir palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir ítrekuðum fjöldamorðum á saklausum borgurum.  

Sem starfsfólk akademíkskrar stofnunar vitum við hversu mikið vald fylgir þekkingu og orðræðu. Við erum meðvituð um skyldu okkar til að iðka þekkingarsköpun af ábyrgð. Við teljum það vera hlutverk okkar að stuðla að réttlátari heimi og nota vettvang okkar til þess að tala gegn heimsvaldastefnu, nýlendustefnu og þjóðarmorði og bregðast við þegar við verðum vitni að slíku. Við viðurkennum frelsisbaráttu Palestínu sem hluta af stærri baráttu gegn kúgun, kerfisbundnu ofbeldi og nýlenduhugafari sem hefur endurskapað sig í samtímanum í nýrri birtingarmynd eins og eftirlendufræði hafa afhjúpað. 

Við hvetjum íslensk stjórnvöld, sem og alþjóðasamfélagið, til þess að beita sér fyrir því að framferði ísraelskra stjórnvalda verði stöðvað og neyðaraðstoð komið inn á Gaza sem fyrst. Við hvetjum alþjóðasamfélagið til þess að samþykkja ekki óbreytt ástand (e. status quo) og viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu, styðja afnýlenduvæðingu hernuminna palestínskra svæða sem og orðræðu og þekkingar, og að beita sér fyrir því að enda aðskilnaðarstefnuna. 

Óbreytt ástand þýðir fyrir palestínsku þjóðina að búa áfram við nýlendustefnu ísraelskra stjórnvalda og herkví sem hefur verið um Gaza síðustu 16 ár.  Herkví sem er stjórnað úr lofti, á landi og frá sjó af ísraelskum stjórnvöldum sem geta slökkt á rafmagni, gasi, vatni og matvælasendingum þegar þeim hentar. Óbreytt ástand þýðir fyrir palestínsku þjóðina áframhaldandi fjöldamorð og stríðsglæpir, landrán og landtökubyggðir, skemmdir á palestínskum innviðum,  mannréttindabrot, óréttlæti og valdbeiting sem hefur verið réttætt með lýðræðisorðræðu.  

Palestínska þjóðin hefur kallað eftir sniðgöngu á akademískum stofnunum í Ísrael og ákall Birzeit felur í sér slíka hvatningu. Það er þekkt að akademískar stofnanir í Ísrael eru virkir þátttakendur og þar af leiðandi samsekar í nýlendustefnu, landráni, þjóðernishreinsunum og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðgerðum og -kenningum. Þar að auki taka akademískar stofnanir þátt í hvítþvotti og réttlætingu á stríðsglæpum stjórnvalda, kúgun á gagnrýnendum á Ísraelsríki, skerðingu á tjáningarfrelsi nemenda og kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda.  

Sniðganga er friðsamleg leið til  þess að lýsa yfir vanþóknun á framferði ísraelskra stjórnvalda og styðja palestínsku þjóðina. Fyrirmynd hins alþjóðlega ákalls um sniðgöngu eru þær aðferðir sem beitt var gegn Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar í landi og eru taldar hafa átt ríkan þátt í að fella hana að lokum. 

Sem akademískt starfsfólk munum við sniðganga akademískar stofnanir í Ísrael  og afþakka samstarf við ísraelskar menntastofnanir og akademískt starfsfólk** sem starfar fyrir stofnanir sem eru samsekar þjóðarmorði þar til stjórnvöld þar í landi láta af stríðsglæpum og aðskilnaðarstefnu og hætta þjóðernishreinsunum á Gaza og Vesturbakkanum. Við munum hins vegar leggja okkur fram við að styðja og auka samvinnu við akademískt starfsfólk í Palestínu. 

 *https://www.birzeit.edu/sites/default/files/upload/open_letter_from_birzeit_university_-final.pdf 

**Þetta á ekki við um akademískt starfsfólk eða stofnanir sem hafa hafnað nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu, landráni og þjóðernishreinsunum ísraelska ríkisins á Palestínu og taka þátt í akademískri sniðgöngu. 

Fyrir frjálsa Palestínu, 

  1. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt
  2. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor
  3. Ingólfur Gíslason, aðjunkt, Háskóla Íslands
  4. Helga Ögmundardóttir, dósent í mannfræði, HÍ.
  5. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor
  6. Eysteinn Ari Bragason, rannsakandi
  7. Elva Björg Einarsdóttir, doktorsnemi
  8. Karl Benediktsson, prófessor
  9. Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í heimspeki
  10. Kristján Þór Sigurðsson, aðjúnkt í mannfræði
  11. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Prófessor
  12. Eyja M.J. Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki
  13. Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor
  14. Erna Magnúsdóttir, dósent
  15. Gunnþórunn Guðmundsdóttir prófessor
  16. Valdimar Tr. Hafstein, prófessor
  17. Sumarliði R. Ísleifsson, dósent
  18. Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor
  19. Íris Sigurðardóttir, Verkefnisstjóri rannsókna á Menntavísindastofnun Hí
  20. Katrín Anna Lund, prófessor í land- og ferðamálafræði
  21. Sigríður Þorvaldsdóttir aðjunkt
  22. Árni Daníel Júlíusson rannsóknasérfræðingur
  23. Þórarinn Guðjónsson prófessor
  24. Laufey Axelsdóttir, nýdoktor í kynjafræði
  25. Ásgrímur Angantýsson prófessor
  26. Hörður Filippusson prófessor emeritus
  27. Ingibjörg Harðardóttir prófessor
  28. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Professor
  29. Elmar Geir Unnsteinsson, Vísindamaður
  30. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Dr.Med.Sc.
  31. Geir Þórarinn Þórarinsson, aðjúnkt
  32. Ágústa Pálsdóttir, Professor
  33. Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði
  34. Signý Guðmundsdóttir – Rasnnóknarmaður við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
  35. Jón Yngvi Jóhannsson, dósent
  36. Finnur Dellsén, prófessor í heimspeki
  37. Íris Ellenberger dósent í samfélagsgreinum
  38. Ólafur Kvaran prófessor emeritus
  39. Margrét Baldursdóttir táknmálstúlkur
  40. Ólafur Páll Jónsson, prófessor
  41. Sandra Smáradóttir – rannsóknarmaður
  42. Sveinn Eggertsson
  43. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt
  44. Ástráður Eysteinsson, prófessor
  45. Hrafnhildur H. Ragnarsdóttir
  46. Árni Kristjánsson, Prófessor
  47. Adeel Akmal
  48. Þorsteinn Vilhjálmsson, doktorsnemi
  49. Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor
  50. Bjarni Ásgeirsson, professor emiritus
  51. Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor í stærðfræði og stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands
  52. Jón Ingólfur Magnússon, prófessor emeritus
  53. Finnborg S Steinþórsdóttir, aðjunkt
  54. Guðrún Steinþórsdóttir aðjunkt við Deild faggreinakennslu
  55. Heimir Freyr Viðarsson, PhD
  56. Tinna Ólafsdóttir doktorsnemi
  57. Hafdís Ingvarsdóttir . Professor Emeritus
  58. Sigríður Guðmarsdóttir, dósent, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, Hugvísindasvið
  59. Ólafur Rastrick, prófessor
  60. Dr. Soffía Auður Birgisdóttir, research professor
  61. Auður Magndís Auðardóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræði
  62. Annadís Greta Rúdólfsdóttir Dósent Menntavísindasviði
  63. Helga Baldvins Bjargardóttir aðjúnkt
  64. Esther Jónsdóttir, rannsakandi hjá Alþjóðamálastofnun
  65. Freydís Jóna Freysteinsdóttir professor
  66. Hjalti Hugason professor emeritus
  67. Guðbjörg Ottósdóttir Dósent
  68. Magnús M. Kristjánsson, professor.
  69. Katrín Ólafsdóttir, nýdoktor.
  70. Dr Ósk Dagsdóttir lektor
  71. Ellen Óttarsdóttir Verkefnisstjóri
  72. Ásta Jóhannsdóttir dósent
  73. Kolbrún Kristín Karlsdóttir – verkefnastjóri vefmála og margmiðlunar
  74. Elsa Eiríksdóttir, dósent við Háskóla Íslands
  75. Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor við Háskóla Íslands
  76. Kristín Norðdahl Dr.
  77. Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði
  78. Þóra Björg Sigurðardóttir
  79. Ólafur Ögmundarson, dósent
  80. Linda Sólveigar Guðmundsdóttir, rannsakandi.
  81. Annadís Greta Rúdólfsdóttir Dósent á Menntavísindasviði
  82. Ingibjörg Jónsdóttir Kolka doktorsnemi og stundakennari
  83. Robert Jack, Associate Professor
  84. Unnur Edda Garðarsdóttir, aðjúnkt
  85. Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri
  86. Sigríður Ólafsdóttir dósent
  87. Ásgerður Harriss Jóhannesdóttir Adjunct & PhD student
  88. Þorsteinn Árnason Sürmeli, kennari og doktorsnemi
  89. Ása Vala Þórisdóttir, rannsóknastjóri HVS
  90. Auður Pálsdóttir dósent
  91. Terry Gunnell, Prófessor emeritus í Þjóðfræði, HÍ
  92. Adda Guðrún Gylfadóttir, Félagsfræðingur og rannsakandi
  93. Gunnar Þór Jóhnnesson, Prófessor
  94. María Jónasdóttir, doktorsnemi
  95. Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, prófessor emeritus
  96. Ástríður Stefánsdóttir, Prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands
  97. Soffía Valdimarsdóttir, lektor í náms- og starfsráðgjöf
  98. Ágústa Björnsdóttir verkefnastjóri
  99. Helena Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri í Háskóla Íslands
  100. Súsanna Margrét Gestsdóttir lektor
  101. Sigrún María Ammendrup, verkefnisstjóri
  102. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Aðjúnkt
  103. Ingólfur V. Gíslason, prófessor
  104. Margrét Jónsdóttir, prófessor emerítus, HÍ
  105. Ann-Sofie Nielsen Gremaud, associate professor
  106. Sigurður Högni Jónsson
  107. Martin Jónas Björn Swift, verkefnastjóri á Nýmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  108. Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir
  109. Edda Ruth Hlín Waage, dósent í land- og ferðamálafræði
  110. Dr. Karen Jordan
  111. Jónína Vala Kristinsdóttir, dósent emeritus
  112. David Cook
  113. Sólveig Jakobsdóttir prófessor / Sólveig Jakobsdóttir professor
  114. Lára Hreinsdóttir, verkefnisstjóri
  115. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir
  116. Jónína Sigurðardóttir – Verkefnisstjóri
  117. Katrín Johnson, verkefnastjóri
  118. Gunnsteinn Haraldsson, aðjúnkt
  119. Caterina Poggi, adjunct lecturer in Italian
  120. Nikkita Hamar Patterson, PhD student and sessional teacher
  121. Nuria Frías Jiménez, doktorsnemi og stundakennari
  122. Ellen Dröfn Gunnarsdóttir
  123. Sigurður Örn Stefánsson, prófessor í stærðfræði
  124. Hervör Alma Árnadóttir dósent
  125. Bryndís Garðarsdóttir, deildarstjóri
  126. Guðrún Ása Grímsdóttir, fyrrv. rannsóknarprófessor
  127. Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor.
  128. Snæbjörn Pálsson prófessor
  129. Gretar Laxdal Marinósson professor emeritus Háskóla Íslands
  130. Baldur Sigurðsson, professor emeritus
  131. Sigridur Sigurjonsdottir professor
  132. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor
  133. Sigurður Guðmundsson, prófessor emeritus
  134. Dr. Anna Karlsdottir
  135. Aldís Garðarsdóttir
  136. Erna Sigurðardóttir, rekstrarstjóri
  137. Ragnheiður Kristinsdóttir, stundakennari við Spænskudeild HÍ
  138. Guðmundur Kristlnn Sæmundsson fyrrv aðkunkt
  139. Magnús Stephensen skrifstofustjóri NHÍ
  140. Elin Pjetursdóttir
  141. Anna Gréta Guðmundsdóttir aðjunkt
  142. Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.
  143. Jón Hallsteinn Hallsson, prófessor
  144. Kristján Ketill Stefánsson, lektor í kennslufræði
  145. Svavar Jósefsson, rekstrarstjóri Menntavísindasviðs
  146. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild
  147. Þorsteinn Helgason dósent emeritus
  148. Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent
  149. Friðrik Diego, kennari við HÍ
  150. Hasan Karakilinc, Phd student and sessional teacher
  151. Anna-Lind Pétursdóttir
  152. Jakob Frímann Þorsteinsson
  153. Hrafnhildur Ylfa Magnúsardóttir
  154. Žarko Urošević, kennari
  155. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, prófessor
  156. Pétur Knúttson, Ph.D, emeritus
  157. Vilhjálmur Árnason, Professor emeritus, University of Iceland
  158. Marta Guðjónsdóttir, Associate professor
  159. Guðný Lilja Oddsdóttir
  160. Ragna Sigurðardóttir, stundakennari
  161. Alma Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á Alþjóðasviði
  162. Guðmundur Ásgeir Guðmundsson, stúdent, og starfsmaður á fjármálasviði
  163. Ingibjörg Steingrímsdóttir Verkefnastjóri Alþjóðasviðs
  164. Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, aðjúnkt III
  165. Anna Kristín B. Jóhannesdóttir Aðjúnkt
  166. Helga Bragadóttir professor
  167. Hanna Ólafsdóttir, lektor, Háskóla Íslands.
  168. Berglind Hálfdánsdóttir
  169. Thomas Brorsen Smidt, verkefnastjóri
  170. Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, prófessor
  171. Ásta Möller Sívertsen
  172. Steingerdur Olafsdottir
  173. Oddný Sturludóttir, adjunct lecturer
  174. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir
  175. Helga Birgisdóttir, lektor
  176. Ágúst Þórir A.A. Verkefnisstjóri Móttaka HÍ Hjúkrunar- og Ljósmóðirfræðideild.
  177. Brynjar Þór Elvarsson, Verkefnastjóri á Alþjóðasviði
  178. Hildur Sigurðardóttir, lektor HÍ
  179. Bryndís Gunnarsdóttir, adjunct
  180. Stephanie Matti, PhD Anthropology and Student Teacher
  181. Marta Goðadóttir, markaðs- og samskiptastjóri Menntavísindasviðs
  182. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við FVS
  183. María K. Magnúsdóttir
  184. Ingibjörg Hjaltadóttir, professor
  185. Anna Árnadóttir, aðjúnkt
  186. Julita Irena Figlarska Aðstoðakennari í Félagsfræði og meistara nemi í Aðferðafræði
  187. Árni Kristjánsson, Prófessor
  188. Guðrún Theodórsdóttir dósent
  189. Egill Erlendsson, prófessor
  190. Gísli Fannberg
  191. Research Professor emeritus Jón Eiríksson
  192. Árni Bragi Hjaltason, verkefnisstjóri
  193. Viðar Guðmundsson
  194. Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknardósent
  195. Rósa Elín Davíðsdóttir, aðjunkt
  196. Anna Björk Einarsdóttir
  197. Páll Biering professor emeritus
  198. Pálmi V. Jónsson
  199. Eva Harðardóttir
  200. Herdís Sveinsdóttir, prófessor
  201. Andri Steinþór Björnsson prófessor
  202. Dr Ciaran McDonough
  203. Finnur Pálsson , project manager in glaciology, University of Iceland
  204. Katla Kjartansdóttir, doktorsnemandi og stundakennari við Háskóla Íslands
  205. Helga Kress, prófessor emerita
  206. Trausti Ólafsson PhD
  207. Sólveig Margrét Karlsdóttir, deildarstjóri
  208. Helgi Guðmundsson
  209. Sólrún Sigurðardóttir, verkefnisstjóri
  210. Sveinn Guðmundsson
  211. Arnar Gíslason
  212. Guðný Gústafsdóttir, P.hD
  213. Egill Arnarson, ritstjóri
  214. Asdis Magnusdottir, Professor
  215. Ingibjörg Hilmarsdóttir, Lektor
  216. Helga Gottfreðsdóttir prófessor
  217. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá Félagsstofnun stúdenta
  218. Jón Gunnar Bernburg Prófessor
  219. Ásta Thoroddsen, professor
  220. Kristinn Schram, Associate Professor, University of Iceland
  221. Valgerður Pálmadóttir, nýdoktor við Sagnfræðistofnun og stundakennari
  222. Magnús Björnsson
  223. Juan Camilo Roman Estrada, Verkefnisstjóri Spretts og fjölmenningarfulltrúi
  224. Marey Allyson Macdonald emeritus
  225. Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor
  226. Anna Guðrún Aradóttir, Verkefnastjóri
  227. Gísli Hvanndal Ólafsson
  228. Gudrun Olsen
  229. Frk. Þórgunnur Lára Gunnarsdóttir
  230. Vala Margrét Hjálmtýsdóttir
  231. Úlfhildur Melkorka Magnadóttir frk
  232. Hlín Halldórsdóttir
  233. Frk. Salka Brynjarsdóttir
  234. Marta Sóley Hlynsdóttir
  235. Nana Bruhn Rasmussen, Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs
  236. Svandís Einarsdóttir
  237. Hildur Rós Vilhelmsdóttir, nemi
  238. Alda Björk Valdimarsdóttir prófessor
  239. Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir, stundakennari
  240. Sigrún Sunna Skúladóttir  Lektor
  241. Sunna Brá Valsdóttir
  242. Lea Helgadóttir
  243. Helga M. Ögmundsdóttir professor emerita
  244. Ingibjörg Ágústsdóttir, dósent
  245. Oddur Örn Sævarsson
  246. Steingrímur Óli Sigurðarson Kerfisfræðingur
  247. Ingunn Sara Ívarsdóttir, doktorsnemi
  248. Ole Martin Sandberg, stundakennari
  249. Dr. Halldór Pálmar Halldórsson
  250. Ása Valgerður Eiríksdóttir, verkefnastjóri
  251. Þórdís Sigrún Gunnarsdóttir
  252. Valgerður S. Bjarnadóttir, lektor
  253. Anna Heiða Baldursdóttir/stundakennari
  254. Heimir F. Viðarsson, adjunct lecturer, PhD
  255. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, aðjunkt
  256. Kristín Ólafsdóttir, Forstöðumaður/Dósent
  257. Gréta Jakobsdóttir, Lektor
  258. Steinunn Helga Lárusdóttir, Professor emerita.
  259. Katrín Halldórsdóttir
  260. Lára Rún Sigurvinsdóttir
  261. Lára Hrönn Hlynsdóttir, verkefnastjóri
  262. Valþór Ásgrímsson verkefnastjóri
  263. Guðbjört Guðjónsdóttir, PhD
  264. Ingibjörg Eyþórsdóttir doktorsnemi
  265. Halla Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur
  266. Mirko Garofalo, aðjunkt / adjunct lecturer
  267. Ásdís Björk Gunnarsdóttir, Verkefnisstjóri
  268. Arna Marín Gunnarsdottir
  269. Iris Edda Nowenstein, nýdoktor
  270. Ríkey Þöll Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðamálastofnun HÍ
  271. Elín V. Magnúsdóttir, sérfræðingur
  272. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar
  273. Hrönn Pálmadóttir dósent HÍ
  274. Sveinn Eggertsson associate professor
  275. Valgerður Sif Ásgeirsdóttir nemi
  276. Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir Professor emeritus
  277. Hrafnkell Lárusson nýdoktor
  278. Inga Hanna Gabríelsdóttir, nemi
  279. Einar Stefan Bjornsson
  280. Þórdís Þórðardóttir professor emerita
  281. Svanborg R Jónsdóttir professor emerita
  282. Jacob Ø. Nyboe, lektor
  283. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir
  284. Sara Sigurbjörnsdóttir, Lektor
  285. Kristín Björnsdóttir, prófessor
  286. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, H.Í.
  287. Vilhjálmur Rafnsson prófessor emeritus
  288. Rósa María Hjörvar, doktorsnemi
  289. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
  290. Þórir Jónsson Hraunndal, lektor
  291. Flor Santos Martins Pereira
  292. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, doktorsnemi
  293. Þorgerður J. Einarsdóttir
  294. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir, stundakennari
  295. Steingerður Kristjánsdóttir
  296. Hermann Þórisson prófessor emeritus
  297. Gísli Pálsson, prófessor emeritus
  298. Arnór Ingi Hjartarson / Doktorsnemi
  299. Sigríður Kristinsdóttir aðjúnkt
  300. Guðrún J Bachmann
  301. Kristin Møller-Nilsen (doktorsnemi)
  302. Vilhelm Vilhelmsson, fræðimaður
  303. Marco Solimene, Lektor, Félagsvísindasvið-Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
  304. Kolbrún M. Hrafnsdóttir, verkefnastjóri
  305. Iðunn Ósk Ghiselli Grétarsdóttir, verkefnisstjóri
  306. Sólveig Guðmundsdóttir nýdoktor
  307. Guðmundur Guðmundsson tölfræðingur
  308. Sara Stef. Hildardóttir, Verkefnastjóri IRIS Landsbókasafni – Háskólabókasafni
  309. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir doktorsnemi og aðjúnkt
  310. Jón Bragi Pálsson, deildarstjóri á skrifstofu Hugvísindasviðs
  311. Drífa Hrund Guðmundóttir doktorsnemi
  312. Sigríður Rut Franzdóttir, dósent
  313. Jóhann Örn Thorarensen
  314. Daníel Heiðar Magnússon
  315. Teitur Sævarsson, doktorsnemi
  316. Viktor Stefansson
  317. Björn Þór Vilhjálmsson, dósent
  318. Birta Dröfn Jónsdóttir, stundakennari
  319. Halldóra Þorláksdóttir, verkefnastjóri
  320. Neuza Isabel da Silva Valadas- Doktorsnemi
  321. Johanna Raudsepp, doktorsnemi
  322. Guðrún Heiður Ísaksdóttir, doktorsnemi
  323. Anna Kristín Einarsdóttir/ Doktorsnemi
  324. Guðjón Ólafsson, PhD
  325. Hildur Rún Helgudóttir, doktorsnemi
  326. Kári Páll Óskarsson, aðjunkt
  327. Lilit Ghukasyan, PhD student
  328. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, tölfræðingur
  329. Harpa Sif Eyjólfsdóttir, nýdoktor
  330. Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi
  331. Hilda Björk Daníelsdóttir, doktorsnemi
  332. Ingibjörg Magnúsdóttir, doktorsnemi
  333. Maríanna Hlíf Jónasdóttir, Verkefnastjóri í miðstöð í lýðheilsuvísinum
  334. Jukka Heinonen, Professor
  335. Steinunn Anna Eiríksdóttir, verkefnastjóri
  336. Karen Kristjánsdóttir PhD student
  337. Anna Bára Unnarsdóttir verkefnisstjóri
  338. Margrét Jóhannsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur
  339. Jón Grétar Sigurjónsson, Kennslustjóri HVS
  340. Ása Dóra Gylfadóttir
  341. Guðjón Ingi Guðjónsson, framhaldsnámsstjóri Heilbrigðisvísindasviðs
  342. Þóra sæunn Úlfsdóttir, stundakennari
  343. Unnur Þorsteinsdóttir, sviðsforseti
  344. Valtýr Kári Daníelsson, doktorsnemi
  345. Álfheiður Edda Sigurðardóttir, doktorsnemi
  346. Linda Viðarsdóttir nýdoktor
Design a site like this with WordPress.com
Get started